Frekar vandræðalegt !


      Ég er einstaklega klár að koma mér í vandræðalegar aðstæður og eins og svo oft áður tókst mér þetta nú ekki fyrir svo ýkja löngu.

   Þannig var að mér var boðið í mat til danskrar vinkonu minnar og við vorum þar þrjú sem sagt ég, hún og vinur hennar sem er færeyingur en kann dönsku eins og innfæddur dani. Svo ég átti ekki annarra úrkosta en að tala dönsku allt kvöldið sem er í sjálfu sér ekkert markvert því ég get ágætlega kraflað mig fram úr henni. En það er þó enn eitt og annað sem ég er ekki alveg með á hreinu og það er einmitt á slíkum stundum sem vandræðin láta á sér kræla.

   Nú nú við vorum að spjalla um heima og geima og ég fór að segja þeim frá því þegar ég þurfti að fara á veiðar nokkrum dögum áður í svefnherberginu mínu vegna urmuls af köngurlóm þar inni ( ég er jú hrædd við þær ) og vildi ólm losna við þær og það sem allra fyrst.

     Ég :  Jeg var på jagt en aften her ikke for så lang tid siden fordi der var så mange edderkobber inde i mit soveværelse og når jeg havde dræpt dem alle sammen var jeg så rystet at jeg kravlede op i min sæng og begynt at kæle med min Mis til at få nerverne lidt rolige igen.

    Þau :  HVAD !

    Ég  : Jeg begynt at kæle med min MIS så jeg bliver lidt roligere igen.

    Þau : Hlógu þessi ósköp

    Ég :  Ja hun hedder Lady.

    Þau : (Hlógu ennþá hærra)  og har hun så et navn også ??

   Ég : Skildi bara ekki hvað var svona mikið fyndið við þetta allt saman, datt helst í hug að ég segði þetta með svo miklum hreim að þau ættu erfitt með að skilja mig.

    Hún :  Du kan ju bara ikke sige sådan ved hvem som helst.

    Ég :   Skildi bara ennþá minna ???

      Það var svo þarna sem þau útskýrðu fyrir mér að það eru sko hreinlega ekki bara kisur sem eru kallaðar MIS . . . . . .   nei nei sko ekki aldeilis  þetta er meira notað um millistykki konunnar Pinch 

     Svo þetta leit út fyrir að ég væri að tjá mig mjög skammlaust um hluti sem maður annars heldur nokkuð út af fyrir sig.

     Það á hreinlega að gefa út bæklinga sem var mann við svona orðum

  

     Ég er að fara á djammið um helgina sem gerist ekki ýkja oft svo ég hef vonandi frá einhverju að segja eftir helgi.

 

   Eigið öll góða helgi Heart


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ha ha ha... svona gerist

Einn kunningi minn var í kokkanámi fyrir nokkrum árum. Þá var hann fullur af áhuga á stafinu og sagði við meistara sinn einn daginn: "skal vi lave pølser?"

Guðrún Þorleifs, 5.9.2008 kl. 20:10

2 Smámynd: Þóra Björk Magnús

   Einmitt. . . . .  ekki alltaf gott að vera útlendingur

Þóra Björk Magnús, 5.9.2008 kl. 20:43

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 óborganlegt...lent nokkrum sinnum i svona...ekki kannski alveg svona FYNDNU...en tilkynnti einum vinnufélaga á leikskólanum ad ég hefdi fundid RYKSUGU i fiskabúrinu tók feil á "stovsuger" og "sumeller"...sem er heiti á fisk...og thad er enn verid ad gera grin ad thvi...

María Guðmundsdóttir, 6.9.2008 kl. 06:11

4 Smámynd: Hulla Dan

 Þú ert snúlla

Og koma svo með hina söguna

Hulla Dan, 6.9.2008 kl. 21:24

5 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Alltaf sami dóninn

Hlakka til að lesa djammsöguna, býst við að það verði saga til næsta bæjar.

Ástarkveðjur, kossar og knús

Elísabet Sigurðardóttir, 8.9.2008 kl. 09:10

6 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þetta er nú sá besti sem ég hef heirt leingi, alveg frábær

Kristín Gunnarsdóttir, 11.9.2008 kl. 19:06

7 identicon

Hehehehe mér finnst þú bara æði

GyðaGyð (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 16:38

8 identicon

Hló mig máttlausa,, þú ert bara frábær Þóra  varstu búin að heyra eitthvað af sögunum um hana mömmu þegar hún bjó hér úti, hehe,,, hún átti í erfiðleikum að fæða lagkagen eftir að hún fæddi mig. Og svo sá hún "lude ligge i vinduet" í fiskibúðinni, sá fiskur heitir helgefisk á dönsku. Annars ætti ég ekki að hlæja af ykkur hef sjálf sagt ansi oft böl..... vitleysu,enn hef alltaf gaman af þegar hægt er að miskilja orð.  

Linda (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 21:22

9 identicon

ÆÐISLEGT ;O) haha margur svona misskilningur komið upp með kisur, og kettlinga og kjúklinga..mhúahhaha er svo gaman thegar svona misskilningur kemur upp.....en já gott er að gæla við kisuna tegar maður hefur orðið of æstur !!!

Harpa Hall (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra Björk

Höfundur

Þóra Björk Magnús
Þóra Björk Magnús
Lítill útlendingur í Danaveldi :)
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...img_0322
  • 46eda39456c07[1]
  • 46eda3955b606[1]
  • 46eda3930fb89[1]
  • 46f94294935b7[1]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband