Frekar vandræðalegt !


      Ég er einstaklega klár að koma mér í vandræðalegar aðstæður og eins og svo oft áður tókst mér þetta nú ekki fyrir svo ýkja löngu.

   Þannig var að mér var boðið í mat til danskrar vinkonu minnar og við vorum þar þrjú sem sagt ég, hún og vinur hennar sem er færeyingur en kann dönsku eins og innfæddur dani. Svo ég átti ekki annarra úrkosta en að tala dönsku allt kvöldið sem er í sjálfu sér ekkert markvert því ég get ágætlega kraflað mig fram úr henni. En það er þó enn eitt og annað sem ég er ekki alveg með á hreinu og það er einmitt á slíkum stundum sem vandræðin láta á sér kræla.

   Nú nú við vorum að spjalla um heima og geima og ég fór að segja þeim frá því þegar ég þurfti að fara á veiðar nokkrum dögum áður í svefnherberginu mínu vegna urmuls af köngurlóm þar inni ( ég er jú hrædd við þær ) og vildi ólm losna við þær og það sem allra fyrst.

     Ég :  Jeg var på jagt en aften her ikke for så lang tid siden fordi der var så mange edderkobber inde i mit soveværelse og når jeg havde dræpt dem alle sammen var jeg så rystet at jeg kravlede op i min sæng og begynt at kæle med min Mis til at få nerverne lidt rolige igen.

    Þau :  HVAD !

    Ég  : Jeg begynt at kæle med min MIS så jeg bliver lidt roligere igen.

    Þau : Hlógu þessi ósköp

    Ég :  Ja hun hedder Lady.

    Þau : (Hlógu ennþá hærra)  og har hun så et navn også ??

   Ég : Skildi bara ekki hvað var svona mikið fyndið við þetta allt saman, datt helst í hug að ég segði þetta með svo miklum hreim að þau ættu erfitt með að skilja mig.

    Hún :  Du kan ju bara ikke sige sådan ved hvem som helst.

    Ég :   Skildi bara ennþá minna ???

      Það var svo þarna sem þau útskýrðu fyrir mér að það eru sko hreinlega ekki bara kisur sem eru kallaðar MIS . . . . . .   nei nei sko ekki aldeilis  þetta er meira notað um millistykki konunnar Pinch 

     Svo þetta leit út fyrir að ég væri að tjá mig mjög skammlaust um hluti sem maður annars heldur nokkuð út af fyrir sig.

     Það á hreinlega að gefa út bæklinga sem var mann við svona orðum

  

     Ég er að fara á djammið um helgina sem gerist ekki ýkja oft svo ég hef vonandi frá einhverju að segja eftir helgi.

 

   Eigið öll góða helgi Heart


Freistandi að fá að sofa hjá !

  Ég á að fara í uppskurð bráðlega ( ekkert alvarlegt ) og fór í því sambandi til viðtals við lækninn til að fá upplýsingar um hvernig aðgerðin færi fram og hvað ætti í raun að gera við mig.

   Þetta er svo sem ekkert í frásögur færandi nema hvað ! Ég var farin að óttast að þetta yrði gert bara með staðdeyfingu og ég er nú ekki mesta hetja sem finnst þegar kemur að nálum og öðru dóti sem þessir læknar leika sér með til að pína okkur vesalingana sem verðum að láta okkur þetta linda hvort sem okkur líkar betur eða verr.

   Nú er ég auðvitað komin út fyrir efnið og sný mér því í snatri að því aftur.  það var sem sagt óttinn um eingöngu deyfingu sem hræddi mig hvað mest í þessu öllu og vildi fyrir alla muni  fá að sofa hjá lækninum á meðan hann var að krukka í mig. Og það stóð heima. þetta er einfaldast bara með deyfingu sagði hann (doksi) og ég spurði ofur varlega hvort ekki væri líka boðið upp á svæfingu.

  Var sko með tilboð á reiðum höndum ef ekki væri, sem sagt hvort hann vildi ekki heldur að ég svæfi hjá sér. Sem betur fer þurfti ég ekki að sjá eftir neinu og hann bauð mér sem sagt að sofa hjá sér á meðan á öllu gengi. Þetta er nú svo ekkert í fyrsta skipti sem ég sef hjá læknum enda farið í nokkrar að gerðir og þykir mér best að vakna bara þegar allt er yfirstaðið Tounge

 

   Lifið heil Heart

 


Hreint ótrúlegt !

  Það er hreint ótrúlegt hvað hugur og hönd geta afrekað þegar góð samvinna og traust er annars vegar. Fann þetta video og varð bara að setja hérna inn. W00t

  Kemst bara ekki yfir það hversu mikla stjórn maður getur náð yfir líkamanum þegar maður virkileg vill. Og svo allir í gang LoL

  Heart


Stresskast !!!

   Já nú er mín hreint ekki glöð er reyndar í kasti W00t

  Ég hef síðan ég var barn átt við köngurlóarfælni að stríða en hef með mikilli vinnu og þolinmæði tekist nokkuð vel að yfirvinna fælnina hægt og rólega, er komin þó nokkuð langt á leið til bata en á líka eftir nokkuð í land ennþá.

  Ég get til að mynda ekki tekið eldhúsbréf og hreinsað dauða köngurló upp með því, verð að nota flugnaspaða eða fægiskúffu eða álíka til þess. En mér tekst þó bæði að drepa þær og koma þeim í klósettið og sturta niður alveg alein og sjálf Wink

  En núna þegar ég ætlaði að koma mér í bólið áðan varð ég vör við eina nokkuð stóra og kolsvarta uppi undir lofti og ætlaði bara að drepa hana vopnuð flugnaspaðunum mínum og koma henni í klósettið og jú jú sturta niður á eftir.

  Hún var staðsett í fjærhorninu á herberginu svo ég varð að færa rúmið mitt til að hafa eitthvað til að standa á (nennti ekki fram að sækja stól) og haldið ekki að upp við vegginn bak við HÖFÐALAGIÐ  á rúminu hafi verið enn stærri og ekki bara ein heldur TVÆR að spóka sig þar. Þetta leist mér nú ekki á og þurfti smá stund til að ná hjartslættinum niður úr hættulegum hraða og róa mig til að ég fengi hreinlega ekki "panic attack" W00t 

  Nú nú þegar mér hafði tekist að róa mig nógu mikið niður til að drepa og fjarlægja þessi þrjú skrímsli úr svefnherberginu mínu taldi ég mig á að það væri þá betra að ég hefði fundið þær áður en ég lagðist upp í, og væri búin að fjarlægja þær !!!

   Svo ég lagðist upp í, ennþá með hjartaði í brókinni, og fór að strjúka kisunni minni til að róa mig  eftir þessi áföll og kemur þá ekki enn eitt kvikindið skríðandi YFIR RÚMIÐ MITT !!!   NEI ÞETTA VAR BARA OF MIKIÐ AÐ ÞVÍ GÓÐA

  Ég átti fullt í fangi með að fara ekki hreinlega að grenja mér varð svo um Crying  og vegna hversu seint er getur maður ekki hringt í neinn til að hugga sig svo ég tók á það ráð að skrifa mig frá þessu hérna og demba þessu öllu á ykkur greyjin mín Pinch

  Ég get hreinlega ekki hugsað mér að leggjast upp í rúmið mitt aftur svo ég verð að sofa í gestaherberginu í nótt ef það er eitthvað skárra. Ég hef heyrt það hjá fólki að það sé betra að hafa köngulærnar en flugurnar en ég er núna hreinlega á þeirri skoðun að ég hefði heldur viljað hafa herbergið fullt af myggi en þetta.

 

   Ég vona að þið eigið öll góða og friðsæla nótt Halo

  


Komin aftur :)

  Jæja þá er ég komin aftur eftir nokkuð hlé en ég hef það mér til afsökunar að sonur minn ( sem ég var ekki búin að hitta í heilt ár )  var í heimsókn ásamt kærustuni sinni.

  Við fórum meðal annars til Hamburg í Þýskalandi ( svona ef einhver væri í vafa hvar hún liggur hí hí ) bæði til að versla og til að fara í Heidepark sem er risastór skemmtigarður. En þegar við vorum í verslunarleiðangrinum urðum við auðvitað svöng og til að spara tíma ákváðum við að skutlast inn á Burger King og slafra í okkur sveittum borgara. Þetta var svo voða huggó, inn á staðinn rölti sér ein, greinilega hungruð, dúfa að sníkja sér svolítið í gogginn.
 

   Þegar við vorum að verða búin með okkar mat urðum við vör við að þrír ungir strákar sem sátu í næsta básasæti við okkur fóru að verða nokkuð órólegir og kíktu mikið undir borðið hjá sér. Þeir stóðu upp og voru hreint eins og þeir væri hræddir eða alla vega mjög illa við eitthvað sem var þarna hjá þeim. Ég gerði strax ráð fyrir að þeir væru eitthvað smeykir við litla dúfugreyjið og hló svolítið inni í mér.

   En nei það var sko ekkert eins krúttlegt og sætt eins og lítill fugl sem hafði villst þarna inn og ég hló ekki lengur hvorki inni í mér eða upphátt þetta var sko barasta skal ég ykkur segja KAKKALAKKI . Ég auðvitað stóð upp með það sama en ákvað þó að kíkja hvort ekki væri um eitthvert sjúklegt grín að ræða hjá þessum ungu mönnum og viti menn þarna, þá kominn undir borð hjá okkur var kakkalakki sirka einn og hláfan til tveggja sentimetra langur. Ég geri mér grein fyrir að þetta er ekki stórt dýr en KOMMON. Þessi viðbjóður var inni á matsölustað og ég var búin að borða matinn. Mér lá við uppköstum, en náði þó að halda matnum niðri svo ég myndi ekki æla yfir mannskapinn.

   Þetta er í það allra síðasta skipti sem fer inn á Burger King á minni ævi það er nokkuð ljóst !!!

    Lifið heil :)


Bíðið nú við !

   Ég sit hérna heima í dag og hef verið að lesa langt aftur í tímann í  íslensku vefblöðunum og rakst þar á, að það er fyrirhugað að reisa olíuhreinsunarstöð á ÍSLANDI ???  Ég er hreint forviða á þessum fréttum, því síðast þegar ég vissi fannst hvorki tangur né tetur af olíu í íslenskri jörð !  Shocking 

    Eru ráðamenn þarna heima að farast úr minnimáttarkennd yfir að vera ekki eins og stóru ríkin  eða hvað er í gangi. Þurfa þeir endilega að leggjast flatir eins og mottur fyrir þessa menn ??? Af hverju geta þeir ekki uppgötvað hvað íslendingar eiga mikil verðmæti í fagurð landsins og reyna heldur að hagnast á því að vernda hana en að gera allt sem mögulega er hægt til að eyðileggja hana Angry 

   Þetta hlýtur að vera enn eitt góðgerðarverkefnið sem þeir eru með í gangi fyrir þessi heimsfyrirtæki og ætla að selja þeim ódýrt rafmagn og annað í þeim dúr sem kemur svo niður á landanum því það er öruggt að einhver verður að borga hið raunverulega verð á rafmagninu og ef þessir aðilar gera það ekki þá . . . . . . . .  .    úff ég er svo reið að ég er á suðupunkti Devil

   Það eru örugglega einhverjir af þeim sem mögulega lesa þetta hjá mér sem hugsa sem svo "hvað er hún að röfla yfir þessu vill ekki einu sinni búa í landinu" en ástæða þess að ég bý ekki á Íslandi  er ekki sú að ég vilji það ekki heldur er ég að reyna á meðan ég hef aldur og möguleika til að kynnast öðrum stöðum og fólki.

   Ég elska MITT land og myndi aldrei selja það svona CHEEP eins og ráðamennirnir, virðast vera í kapphlaupi við hvern annan um hver getur "gefið mest"

   úff það er best ég hætti nú á meðan ég er ekki farin að skíta neinn of mikið út Undecided

  

    Góðan dag á ykkur öll Heart


Já já þetta var alger óþarfi !

   Já það er nú með þennan prófkvíða minn að ég virðist hafa hann algjörlega að óþörfu Tounge 

   Ég fór sem sagt í próf í dag úr því sem ég á að hafa lært á þessu námskeiði, í að aka og vinna á lyftara. Og ég, eins og alltaf, búin að stressa mig svo mikið upp og hreint alveg klár á að ég falli og ekkert með 4,9 neitt heldur verði mér og allri ættinni til skammar Frown  En eins og alltaf líka hehehe

þá stóð ég mig með miklum sóma Tounge  ég fór í gegnum þetta allt saman alveg villulaust og þá á ég við bæði í bókleg- og verklegpróf. Ég er náttúrulega alger snilli ég þarf bara að átta mig á því rétt áður en ég fer í prófin en ekki alltaf eftir á Blush

   Ólöf skrifaði í athugasemdirnar við síðustu færslu að hún man hvernig þetta var þegar ég tók meiraprófið á bíl, ég var gráti nær og skalf eins og hrísla, líkt og núna, en svo gékk allt vonum framar Joyful   Það er kannski spurnig að fara næst á námskeið í að efla sjálfstraustið hehehe

 

     Vona að þið hafið haft jafn góðan dag og ég InLove


Kvíði !

    Já ég er að fara í próf á morgun til að kanna hvort þeim hefur tekist að  troða einhverju inn í hausinn á mér sem nauðsynlegt er að vita þegar kemur að því að vinna á lyftara Undecided  og ég er haldin svo yfirmáta miklum prófkvíða að ég er hreint að farast.

   Þó drógum við í dag um það hvað við ættum að keyra í prófinu og ég fékk nokkurn veginn draumaverkefnið sem felst m.a. í því að ég á að flytja tíu metra löng járnrör úr grind og yfir á bílpall en það er ekki bara beint yfir á pallinn nei nei LoL  ég þarf að koma þeim í gegn um þröngar "þrautir" og má alls ekki rekast neins staðar utan í og þau þurfa að vera staðsett á hárréttuma stað á pallinum, en það er ekkert mál það hef ég prufað nokkrum sinnum með góðum árangri.

   En það er hins vegar skriflegaprófið sem ég kvíði mest fyrir, ég er nefninlega svolítið hrædd um að ég komi til með að misskilja spurningarnar og þar af leiðandi að svara þeim vitlaust og við megum bara hafa 2 villur Undecided

   En ég verð nú að reyna bara að hafa trú á sjálfa mig og þá gengur þetta víst betur hehehe

   Vona þið eigið  öll góðan dag á morgun Kissing


Idolið !

       Ég hef ósköpin öll gaman að Ameican Idol og reyni að sjá það í hverri viku. Hér það sýnt á föstudagskvöldum, og við erum mikið efir á því ég veit að keppnin er búin, en hér var verið að sýna top 4 síðast liðinn föstudag.

      Þau eru núna komin í það að syngja tvö lög á kvöldi og eru jú nokkuð mis góð að mínu mati eins og flestra. Hann David  Archuleta er algjör gullmoli, ekki nema 17 ára og syngur eins og engill, ég gæti vel hugsað mér að ættleiða hann Smile  En ég heillaðist svo mikið að seinna laginu sem stúlkan flutti þetta kvöld að ég fékk gæsahúð upp í hársrætur og meira að segja táraðist ég pínu.

     Langar því að deila þessari gleði minni hérna með ykkur :) njótið vel

 


Launahækkun !

  Já það er nú ekki leiðinlegt þegar stíga hjá manni launin Smile  ég var í svokölluðu launasamtali í gær í vinnunni og út úr því fékk ég 500 króna launa hækkun á mánuðu þ.e.a.s. grunnlaunin hækkuðu sem hefur að sjálfsögðu áhrif á allt hitt líka Tounge   ekki slæmt eftir aðeins 5 mánaði í starfi Wink

 

    Vona að þið hafið sem allra best Joyful

 


Næsta síða »

Um bloggið

Þóra Björk

Höfundur

Þóra Björk Magnús
Þóra Björk Magnús
Lítill útlendingur í Danaveldi :)
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...img_0322
  • 46eda39456c07[1]
  • 46eda3955b606[1]
  • 46eda3930fb89[1]
  • 46f94294935b7[1]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband