3.8.2008 | 23:41
Stresskast !!!
Já nú er mín hreint ekki glöð er reyndar í kasti
Ég hef síðan ég var barn átt við köngurlóarfælni að stríða en hef með mikilli vinnu og þolinmæði tekist nokkuð vel að yfirvinna fælnina hægt og rólega, er komin þó nokkuð langt á leið til bata en á líka eftir nokkuð í land ennþá.
Ég get til að mynda ekki tekið eldhúsbréf og hreinsað dauða köngurló upp með því, verð að nota flugnaspaða eða fægiskúffu eða álíka til þess. En mér tekst þó bæði að drepa þær og koma þeim í klósettið og sturta niður alveg alein og sjálf
En núna þegar ég ætlaði að koma mér í bólið áðan varð ég vör við eina nokkuð stóra og kolsvarta uppi undir lofti og ætlaði bara að drepa hana vopnuð flugnaspaðunum mínum og koma henni í klósettið og jú jú sturta niður á eftir.
Hún var staðsett í fjærhorninu á herberginu svo ég varð að færa rúmið mitt til að hafa eitthvað til að standa á (nennti ekki fram að sækja stól) og haldið ekki að upp við vegginn bak við HÖFÐALAGIÐ á rúminu hafi verið enn stærri og ekki bara ein heldur TVÆR að spóka sig þar. Þetta leist mér nú ekki á og þurfti smá stund til að ná hjartslættinum niður úr hættulegum hraða og róa mig til að ég fengi hreinlega ekki "panic attack"
Nú nú þegar mér hafði tekist að róa mig nógu mikið niður til að drepa og fjarlægja þessi þrjú skrímsli úr svefnherberginu mínu taldi ég mig á að það væri þá betra að ég hefði fundið þær áður en ég lagðist upp í, og væri búin að fjarlægja þær !!!
Svo ég lagðist upp í, ennþá með hjartaði í brókinni, og fór að strjúka kisunni minni til að róa mig eftir þessi áföll og kemur þá ekki enn eitt kvikindið skríðandi YFIR RÚMIÐ MITT !!! NEI ÞETTA VAR BARA OF MIKIÐ AÐ ÞVÍ GÓÐA
Ég átti fullt í fangi með að fara ekki hreinlega að grenja mér varð svo um og vegna hversu seint er getur maður ekki hringt í neinn til að hugga sig svo ég tók á það ráð að skrifa mig frá þessu hérna og demba þessu öllu á ykkur greyjin mín
Ég get hreinlega ekki hugsað mér að leggjast upp í rúmið mitt aftur svo ég verð að sofa í gestaherberginu í nótt ef það er eitthvað skárra. Ég hef heyrt það hjá fólki að það sé betra að hafa köngulærnar en flugurnar en ég er núna hreinlega á þeirri skoðun að ég hefði heldur viljað hafa herbergið fullt af myggi en þetta.
Ég vona að þið eigið öll góða og friðsæla nótt
Um bloggið
Þóra Björk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já thær eru ótholandi thessar fjárans pøddur hægri vinstri...segi eins og thú..er komin langt i bata med fóbíuna,drep og thrif upp hægri vinstri...en ojbara..thegar thetta er bara komid í hópum og thad i svefnherberginu manns ekki hissa ad thú hafir fengid flog... en vonandi ertu búin ad jafna thig núna
María Guðmundsdóttir, 4.8.2008 kl. 07:02
Já hvaða hálfviti kom með þau rök að væri betra að vera með kóngulær en flugur??? Og sá sem sagði að kóngulær væru svo góðar til að veiða flugur!!! Það er sko bara bláber lygi. Kónguló veiðir sér til matar og ein fluga dugar henni í 2 dag!!! Þannig að, belíf jú mí, þær eru ekki að gera gagn!!!!
Nú hreingerir þú allt svefnherbergið í dag eða kvöld, vopnuð ryksugu og svo úðarðu það með kóngulóar eitri á eftir.
Ég hata kóngulær.
Kveðja. Fýlu strumpur.
Hulla Dan, 4.8.2008 kl. 07:03
María : já takk ég er búin að jafna mig og ótrúlegt en satt þá svaf ég bara nokkuð vel í nótt
Hulla : já þú getur sko stólað á að það verður tekin tvöföld jólahreingerning á herberginu í kvöld, en það versta er að ég á ekki neitt almennilegt köngurlóareitur til að "sótthreinsa" það með
Jæja ég verð víst að stinga af til vinnu
Njótið dagsins í dag hann kemur ekki aftur
Þóra Björk (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 07:57
Velkomin i bloggvina hópinn, ljufan. Ég rannsaka herbergið á hverju kvöldi áður en ég fer uppí, ég er skíthrædd við köngulær, veit held ég ekkert verra, en það er engin til að drepa þær nema ég, áður fyrr stóð ég á öskrinu(þegar ég átti kall) en nú verð ég að gera þennan fjanda sjálf og nota öll tól og tæki til að fara í stríð við þennan viðbjóð. Eigðu góða nótt án hryllíngsins
Kristín Gunnarsdóttir, 4.8.2008 kl. 20:13
Bwahahaha . Sorry, ég veit að þetta var ekkert fyndið en vá hvað ég sé þig í anda krúsídúllan mín.
Ég hefði fengið hjartaáfall og taugaáfall og allt......
Lovjú hjarta
Elísabet Sigurðardóttir, 4.8.2008 kl. 22:40
Kristín : Takk fyrir það :) já við verðum víst að takast á við allt of mikið sem fullorðið fólk . . . . . . . eins og mann hlakkaði til að verða fullorðinn heheheh
Ólöf : já þú hlærð að mér snúllan mín en þú hefðir ekki náð að standa í lappirnar af hlátri hefðirðu verið hérna og séð mig skal ég þér segja . . . . . það er auðvitað bara hlægjileg sjón að sjá konu (að verða fertug bráðum ) á brókinni einum fata, í baráttu við svona skrímli hehehe sakna þín óhemju mikið
Þóra Björk Magnús, 5.8.2008 kl. 18:44
Takk fyrir ad bjóda til bloggvinaáttu
Held ad tad sé einhver kóngulóafaraldur í gangi í heiminum. Búin ad heyra og sjá mikid um tær hér í DK og á Ísl. Sonurinn og tengdadóttirin hafa margar kóngulóasøgur ad segja úr sinni 18 vikna ferd um Asiu. Nú held ég ad tær séu ad reyna ad yfirtaka heiminn
Guðrún Þorleifs, 6.8.2008 kl. 07:12
OJJJ
Hulla Dan, 6.8.2008 kl. 11:48
Kóngulær eru ekki spewnnandi en tær eiga heima í tessu heimi eins og vidÉg reyndar bara ryksýg herbergin hornanna á milli og tær med tenann ófögnud.
Knús á tig mín kæra inn í gódann dag
Gudrún Hauksdótttir, 8.8.2008 kl. 05:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.