Komin aftur :)

  Jæja þá er ég komin aftur eftir nokkuð hlé en ég hef það mér til afsökunar að sonur minn ( sem ég var ekki búin að hitta í heilt ár )  var í heimsókn ásamt kærustuni sinni.

  Við fórum meðal annars til Hamburg í Þýskalandi ( svona ef einhver væri í vafa hvar hún liggur hí hí ) bæði til að versla og til að fara í Heidepark sem er risastór skemmtigarður. En þegar við vorum í verslunarleiðangrinum urðum við auðvitað svöng og til að spara tíma ákváðum við að skutlast inn á Burger King og slafra í okkur sveittum borgara. Þetta var svo voða huggó, inn á staðinn rölti sér ein, greinilega hungruð, dúfa að sníkja sér svolítið í gogginn.
 

   Þegar við vorum að verða búin með okkar mat urðum við vör við að þrír ungir strákar sem sátu í næsta básasæti við okkur fóru að verða nokkuð órólegir og kíktu mikið undir borðið hjá sér. Þeir stóðu upp og voru hreint eins og þeir væri hræddir eða alla vega mjög illa við eitthvað sem var þarna hjá þeim. Ég gerði strax ráð fyrir að þeir væru eitthvað smeykir við litla dúfugreyjið og hló svolítið inni í mér.

   En nei það var sko ekkert eins krúttlegt og sætt eins og lítill fugl sem hafði villst þarna inn og ég hló ekki lengur hvorki inni í mér eða upphátt þetta var sko barasta skal ég ykkur segja KAKKALAKKI . Ég auðvitað stóð upp með það sama en ákvað þó að kíkja hvort ekki væri um eitthvert sjúklegt grín að ræða hjá þessum ungu mönnum og viti menn þarna, þá kominn undir borð hjá okkur var kakkalakki sirka einn og hláfan til tveggja sentimetra langur. Ég geri mér grein fyrir að þetta er ekki stórt dýr en KOMMON. Þessi viðbjóður var inni á matsölustað og ég var búin að borða matinn. Mér lá við uppköstum, en náði þó að halda matnum niðri svo ég myndi ekki æla yfir mannskapinn.

   Þetta er í það allra síðasta skipti sem fer inn á Burger King á minni ævi það er nokkuð ljóst !!!

    Lifið heil :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Þú!!!
Hvað helduru að séu margar kónguLÆR á öðrum veitingastöðum??? Eða bara litlar krúttlegar húsflugur sem fljúga frá klósettburstum til matar þíns

Ég fæ hins vegar ógeð þegar afgreiðslu stelpan í bakaríinu snítir sér á meðan hún afgreiðir mig á milli þess sem hún veltir gegnblautu tissjúinu á milli fingra sér. Það er ÓGEÐ!!!

Elska þig snúlla og vona að ég sjái þig fljótlega.

Hulla Dan, 25.7.2008 kl. 21:39

2 Smámynd: María Guðmundsdóttir

usss...heyrdust fregnir hér ad einmitt á burger king væru kakkalakkar....og nei takk,thad er ekki i lagi,thá vantar nú eitthvad uppá hreinlætid held ég  ég ákvad med de samme ad thangad færum vid ALDREI....

eigdu góda helgi

María Guðmundsdóttir, 26.7.2008 kl. 13:25

3 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Auj barasta   Ég hefði bara dáið. 

Var búin að sakna þín hérna dúllan mín.

Knús og kram og kossar og alles

Elísabet Sigurðardóttir, 27.7.2008 kl. 22:46

4 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

OJ OJOJOJOJOJ.En tú óheppin.Madur er mjög vidkvæmur fyrir öllu svona ógedi tegar matur er annarsvegar.Ég fór á bensinstöd um daginn kl 5 ad morgni og keypti mér kaffi og rúnstykkji med skinku og osti.Drengurinn sem afgreiddi mig var med peninga í höndum frá kúnnanum á undann  fór svo  ad smyrja fyrir mig án tessa ad tvo hendur eda vera í hönskum.Tad er líka oj.

Knús á tig nýja bloggvinkona mín

Gudrún Hauksdótttir, 28.7.2008 kl. 05:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra Björk

Höfundur

Þóra Björk Magnús
Þóra Björk Magnús
Lítill útlendingur í Danaveldi :)
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...img_0322
  • 46eda39456c07[1]
  • 46eda3955b606[1]
  • 46eda3930fb89[1]
  • 46f94294935b7[1]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband