23.6.2008 | 19:17
Kvíði !
Já ég er að fara í próf á morgun til að kanna hvort þeim hefur tekist að troða einhverju inn í hausinn á mér sem nauðsynlegt er að vita þegar kemur að því að vinna á lyftara og ég er haldin svo yfirmáta miklum prófkvíða að ég er hreint að farast.
Þó drógum við í dag um það hvað við ættum að keyra í prófinu og ég fékk nokkurn veginn draumaverkefnið sem felst m.a. í því að ég á að flytja tíu metra löng járnrör úr grind og yfir á bílpall en það er ekki bara beint yfir á pallinn nei nei ég þarf að koma þeim í gegn um þröngar "þrautir" og má alls ekki rekast neins staðar utan í og þau þurfa að vera staðsett á hárréttuma stað á pallinum, en það er ekkert mál það hef ég prufað nokkrum sinnum með góðum árangri.
En það er hins vegar skriflegaprófið sem ég kvíði mest fyrir, ég er nefninlega svolítið hrædd um að ég komi til með að misskilja spurningarnar og þar af leiðandi að svara þeim vitlaust og við megum bara hafa 2 villur
En ég verð nú að reyna bara að hafa trú á sjálfa mig og þá gengur þetta víst betur hehehe
Vona þið eigið öll góðan dag á morgun
Um bloggið
Þóra Björk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skil þig voða vel, en trúðu mér... þú rúllar þessu upp.
Knús á þig sæta
Hulla Dan, 23.6.2008 kl. 19:48
Manstu þegar þú varst að taka meiraprófið. Þú varst hálf grátandi og nötrandi úr stressi fyrir prófið og alveg viss um að klúðra þessu. Varstu ekki með þeim hæstu??? Ég veit að þú stendur þig vel elskan mín.
Gangi þér ógó vel proffinn þinn.
Elísabet Sigurðardóttir, 24.6.2008 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.