Já já þetta var alger óþarfi !

   Já það er nú með þennan prófkvíða minn að ég virðist hafa hann algjörlega að óþörfu Tounge 

   Ég fór sem sagt í próf í dag úr því sem ég á að hafa lært á þessu námskeiði, í að aka og vinna á lyftara. Og ég, eins og alltaf, búin að stressa mig svo mikið upp og hreint alveg klár á að ég falli og ekkert með 4,9 neitt heldur verði mér og allri ættinni til skammar Frown  En eins og alltaf líka hehehe

þá stóð ég mig með miklum sóma Tounge  ég fór í gegnum þetta allt saman alveg villulaust og þá á ég við bæði í bókleg- og verklegpróf. Ég er náttúrulega alger snilli ég þarf bara að átta mig á því rétt áður en ég fer í prófin en ekki alltaf eftir á Blush

   Ólöf skrifaði í athugasemdirnar við síðustu færslu að hún man hvernig þetta var þegar ég tók meiraprófið á bíl, ég var gráti nær og skalf eins og hrísla, líkt og núna, en svo gékk allt vonum framar Joyful   Það er kannski spurnig að fara næst á námskeið í að efla sjálfstraustið hehehe

 

     Vona að þið hafið haft jafn góðan dag og ég InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Ekki ég... en til hamingju samt sæta  
Ég hef tröllatrú á þér. Vissi að þú mundir standa þig snúlla.

Hlakka til á morgunn.

BLÓM!

Hulla Dan, 24.6.2008 kl. 19:43

2 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Til hamingju snillinn minn.  Auðvitað gastu þetta villulaust, það er ekki að spyrja að því.  Þú verður orðin doktor í akstursfræðum ef þetta heldur svona áfram .

RAUÐAR RÓSIR OG KONFEKT! (ég varð að toppa Hullu)

Elísabet Sigurðardóttir, 24.6.2008 kl. 20:02

3 Smámynd: Hulla Dan

Hahhh þú hefur greinilega ekki heyrt um BLÓMIÐ

Búin að blogga um það.

Hulla Dan, 24.6.2008 kl. 20:17

4 Smámynd: Þóra Björk Magnús

  Þið eruð yndislegar og ég gæti bara ekki komist af án ykkar

  Love you ssssoooooo much  

Þóra Björk Magnús, 24.6.2008 kl. 20:20

5 Smámynd: Hulla Dan

Love you sooooooooooo much 2.

Hulla Dan, 24.6.2008 kl. 20:35

6 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Ooohhh ég alltaf að bulla einhverja vitleysu, var ekki búin að lesa bloggið þitt Hulla.  Fannst þetta svo sniðug kveðja til Þóru, hélt að þú værir að gefa henni hugarblóm.  Ég er að deyja úr hlátri hérna.

Love you gæs 2 sooooooooooooooo much

Elísabet Sigurðardóttir, 25.6.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þóra Björk

Höfundur

Þóra Björk Magnús
Þóra Björk Magnús
Lítill útlendingur í Danaveldi :)
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...img_0322
  • 46eda39456c07[1]
  • 46eda3955b606[1]
  • 46eda3930fb89[1]
  • 46f94294935b7[1]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband