18.6.2008 | 19:55
Minningarbrot !
Þegar ég var á leið heim úr vinnu í kvöld, hlustandi á útvarpið á hárri stillingu, kom lagið "sweet dreams" með Eurythmics, sem ég hef ekki heyrt voða lengi og það rifjaðist upp fyrir mér sumarið þegar ég var 14 ára.
Ég réði mig til vinnu hjá fólki, Sillu og Steina, sem bjó á Grenivík, hafði verið þar sumarið áður líka, við að passa börnin þeirra tvö Sigga Baldur og Þóru Guðrúnu og vinna í fiskvinnslunni þeirra örlítið líka. Þau áttu sem sagt bát og gerðu að aflanum sjálf, alla vega að hluta til.
Þetta sumar þegar ég var fjórtán ára fórum við til Bakkafjarðar og vorum þar lungann úr sumrinu, ég sem sagt með til að passa börnin svo þau gætu sinnt útgerðinni. Það voru tvær fjölskyldur sem áttu þetta allt í sameiningu og voru allir fjölskyldu meðlimir með í þessu ævintýri.
En á Bakkafirði kynntist ég fullt af krökkum sem ég eyddi frítímanum með, nokkur þeirra hélt ég sambandi við í einhvern tíma á eftir en hef ekki heyrt í neinu þeirra í mörg ár. Ég var aldrei kölluð annað en Sísí af þeim öllum, sem á auðvitað ekkert skilt við mitt nafn en ég hélt svo mikið upp á lagið Sísí fríkar með Grýlunum út að þetta festist við mig þar.
Ég varð ógurlega skotin í strák sem bjó þarna og heitir Gunnar, man ekki lengur hvernig hann leit út, en hann átti skellinöðru, sem þótti hrikalega stór og kraftmikill gripur hjá okkur unglingunum og það var auðvitað ekkert flottara en að fá að fara í smá ferð með honum á tryllitækinu, þó ekki væri nema hring um þorpið
Mér hefur ekki verið hugsað til allra þessara "krakka" í svo langan tíma en svo rifjaðist æði margt upp fyrir mér bara við að heyra þetta lag, sem var eitt það vinsælasta þetta sumar.
Vona að þig eigið góðan dag
Um bloggið
Þóra Björk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gama að lesa þetta og alltaf gama að rifja svona hluti upp....þetta lag með Grýlunum var snild ein hélt rosalega mikið upp á það..
Kveðja til þín Heiður.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 18.6.2008 kl. 20:47
Góðar minningar eru gull og ég öfunda þig ekkert smá af þessu minni sem þú hefur. Maður þarf ekki annað en að fletta í hausnum á þér til þess að fá staðfestingu á stað og stund minniskubburinn minn .
luv ya
Elísabet Sigurðardóttir, 18.6.2008 kl. 21:11
Já það er ótrúlegt hvað lög geta hreinlega fært mann aftur í tímann og komið róti á tilfinningalífið...
Helga Nanna Guðmundsdóttir, 19.6.2008 kl. 01:49
Hvað meinaru, mannst ekki hvernig hann Gunnar lítur út???
Þá ertu að verða ansi öldruð elsku kjellingin mín
Ég man hvernig allir strákarnir sem ég hef verið með líta út, ef eitthvað vantar upp á, þá ímynda ég mér það og með góðum árangri get ég sagt þér.
Elska gamla tómlist eins og þú vafalaust ert búin að gera þér grein fyrir og ´80... ÓMG!
Hlakka til hittingsins okkar... í næstu viku
Hulla Dan, 19.6.2008 kl. 06:32
Heiður. . . . já þetta lag var hreinlega engu öðru líkt
Ólöf . . . . . þú lætur mig bara vita elskan mín hvernær þú vilt fá að fletta upp í hausnum á mér og ég set kubbinn óðara í gang luv ya 2
Helga . . . . . gæti hreinlega ekki lifað án þeirra held ég
Hulla . . . . . ég held að það sem geri gæfu muninn hérna er að ég var aldrei með honum hehehehe var bara hrikalega mikið skotin enda átti drengurinn mótorfák hlakka líka ósköp ósköp mikið til Ljúfa mín
Þóra Björk Magnús, 19.6.2008 kl. 19:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.