17.6.2008 | 19:10
17. júní !
Já það kemur upp í mann þjóðarrembingur (svolítill að minnsta kosti ) þegar þjóðhátíðardagur okkar íslendinga rennur upp, og ekki finnst mér leiðinlegt að vera hér í landi á þessum degi og fagna því að við hrifsuðum til okkar sjálfstæði frá einmitt DÖNUM fyrir 74 árum síðan
Undarlegt þykir mér hins vegar hvað það virðast margir danir ennþá halda að við séum á þeirra "framfæri" eins og ég hef heyrt þá orða það Ég hef nokkrum sinnum lent í rökræðum um þetta mál þegar kemur að því hversu mikla peninga allir íslendingar virðast hafa á milli handanna og svo ekki sé nú minnst á að við erum að KAUPA UPP danmörku, þá eru nú ansi margir sem koma með þetta:
Já það er nú ekkert skrítið að þið (íslendingar ) getið þetta með öllum þeim peningum sem við (danir) dælum í ykkur með styrkjum !?!?!?! þeir halda sem sagt ( sumir hverjir ) að við séum ennþá undir danska kónginn sett og þyggjum endalaust af styrkjum úr þeirra vasa, og ég á meira að segja stundum erfitt með að sannfæra þá um annað
Til hamingju allir íslendingar nær og fjær með daginn okkar
Um bloggið
Þóra Björk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með daginn dúlla.
Eru samt ekki bara 64 ár síðan??? Ekki 74 (1944)
Luf ya
Hulla Dan, 17.6.2008 kl. 19:44
hehehehe Jú jú misritun hjá mér
Takk fyrir leiðréttinguna sæta mín,
ertu laus þann 26 júní ??? vantar smá kompaní þá hí hí hí
Þóra Björk Magnús, 17.6.2008 kl. 20:45
Vona að þú hafir átt góðan dag í gær elskan mín.
Sakna þín
Hey ég er laus 26. sko......
Elísabet Sigurðardóttir, 18.6.2008 kl. 11:55
Ó það er sko frábært Ólöf mín, Hulla ætlar líka að koma, svo við getum verið í algjörri nostalgíju (nostalgígju ekki viss hvernig á að stafa þetta orð) ég hlakka bara óendanlega til að hitta ykkur. Ég tek fram grillið, bjórinn og matinn og þá erum við klárar í allt
Sakna þín líka ósegjanlega mikið
Þóra Björk Magnús, 18.6.2008 kl. 19:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.