19.8.2008 | 20:12
Freistandi að fá að sofa hjá !
Ég á að fara í uppskurð bráðlega ( ekkert alvarlegt ) og fór í því sambandi til viðtals við lækninn til að fá upplýsingar um hvernig aðgerðin færi fram og hvað ætti í raun að gera við mig.
Þetta er svo sem ekkert í frásögur færandi nema hvað ! Ég var farin að óttast að þetta yrði gert bara með staðdeyfingu og ég er nú ekki mesta hetja sem finnst þegar kemur að nálum og öðru dóti sem þessir læknar leika sér með til að pína okkur vesalingana sem verðum að láta okkur þetta linda hvort sem okkur líkar betur eða verr.
Nú er ég auðvitað komin út fyrir efnið og sný mér því í snatri að því aftur. það var sem sagt óttinn um eingöngu deyfingu sem hræddi mig hvað mest í þessu öllu og vildi fyrir alla muni fá að sofa hjá lækninum á meðan hann var að krukka í mig. Og það stóð heima. þetta er einfaldast bara með deyfingu sagði hann (doksi) og ég spurði ofur varlega hvort ekki væri líka boðið upp á svæfingu.
Var sko með tilboð á reiðum höndum ef ekki væri, sem sagt hvort hann vildi ekki heldur að ég svæfi hjá sér. Sem betur fer þurfti ég ekki að sjá eftir neinu og hann bauð mér sem sagt að sofa hjá sér á meðan á öllu gengi. Þetta er nú svo ekkert í fyrsta skipti sem ég sef hjá læknum enda farið í nokkrar að gerðir og þykir mér best að vakna bara þegar allt er yfirstaðið
Lifið heil
Um bloggið
Þóra Björk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sumir vilja bara ekki vita neitt
Hefðir átt að sjá minn nálahrædda mann í gær, þar sem hann lá me ð10 nálar í sér!! Þá var þetta ástand farið að kitla hláturtaugar mínar og til að bjarga hjónabandinu fór ég út að mynda kóngulóavefi
Ó, já ertu ekki hrædd um að missa af einhverju mikilvægu?????Guðrún Þorleifs, 19.8.2008 kl. 20:33
Skil þig vel, lang best að vita stundum ekki neitt.
Gangi þér vel litla músin mín og heyri í þér þegar þetta er búið.
Elísabet Sigurðardóttir, 19.8.2008 kl. 22:03
Það er gott að vita að þú sofir bráðlega hjá lækni.
Ég færi ekki í svona nema sofandi, bara að hafa það á hreinu.
Hulla Dan, 20.8.2008 kl. 11:36
hef aldrei sofid hjá lækni...en jú, í vidurvist læknis hef ég verid steinrotud en kannski ekki thad sama??
en gangi thér bara vel i thessu og hafdu thad gott.
María Guðmundsdóttir, 20.8.2008 kl. 18:21
Gott há tér ad hafa tekid ákvördun um ad sofa hjá.....Og tad hjá gódum lækni
KNús á tig inn í gódann dag
Gudrún Hauksdótttir, 21.8.2008 kl. 11:56
Vonandi er hann myndarlegur þessi sem þú ættlar að sofa hjá.
Knus
Kristín Gunnarsdóttir, 22.8.2008 kl. 08:58
Gangi þér vel í þínu mín kæra
Heiða Þórðar, 24.8.2008 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.