16.6.2008 | 16:09
Það er leikur að læra . . . . . . .
Það er alltaf jafn gaman að læra eitthvað nýtt. Ég var að byrja á lyftaranámskeiði í dag og gekk dagurinn bara nokkuð vel enda reyndi nú svo sem ekki mikið á "hæfileika" manns í dag, aðeins að læra á hvernig þessi tæki virka en á morgun á að taka á því, þá byrjum við að keyra bretti full af alls kyns góssi, stóru og smáu. Þessi tryllitæki geta lyft ansi hátt og þarf maður að hitta rétt undir brettin svo maður ryðji þeim nú ekki niður yfir sig og aðra ásamt öllu tilheyrandi. Það væri nú alveg eftir hrakfallabálkinum mér að gera eitthvað slíkt hí hí
Annars er ég nú ekki hvað allra sáttust við veður guðina hér í landa akkúrat þessa stundina, verð að viðurkenna að ég bað sérstakelga eftir rigningu og er það ekki hún sem ég er að kveina yfir, heldur að hitastigið hafi fallið um 10 - 15 gráður í leiðinni . Þetta þýðir auðvitað það að hér eru allir að drepast úr kulda þó svo hitinn sé ennþá yfir 10 gráðunum. Ég var búin að stilla gasfýringuna á sumastillingu, sem þýðir að hún hitar eingöngu vatn til notukunar s.s. sturtu og í elhúsi en ekkert í ofnana, ég neyddist hins vegar til að setja aftur á vetrarstillinguna í dag, ég hreinlega fraus nánast þegar ég kom hér inn í húsið eftir "skólann"
Vona að ykkur sé hlýrra en mér
Hafið góðan dag og sæl að sinni
Um bloggið
Þóra Björk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert nú svo sniðug. Örugglega mjög gott að hafa lyftararéttindin.
Vona að veðrið verði betra hjá ykkur. Hér er rok, rigining, sól og logn á pallinum
Elísabet Sigurðardóttir, 16.6.2008 kl. 16:14
Þú mátt trúa því mín kæra að mér er ekki búið að vera hlýtt í dag... Hreinlega að krókna.
Þú átt eftir að brillera á þessu lyftaratæki, hef séð hverng þú rennir þér á risa stórri rútu, á tveimur dekkjum í hringtorgunum hérna, svo þetta verður hið minnsta mál.
Blessuð ræddu aðeins við þessa sem stjórna veðrum og vindum hérna, það varst nú einu sinni þú sem komst sóinni í burtu, sveiattann...
Hulla Dan, 16.6.2008 kl. 16:44
Gleðilegan 17. júní dúllan mín
Knús og margir kossar
Elísabet Sigurðardóttir, 17.6.2008 kl. 08:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.