11.6.2008 | 20:47
Stal þessu frá Hullu !
1. ERTU SKÍRÐ/UR Í HÖFUÐIÐ Á EINHVERJUM ? Ekki svo ég viti.
2. HVENÆR FÓRSTU SÍÐAST AÐ GRÁTA ? Þegar sonur minn og tengdadóttir fóru heim til Íslands eftir síðustu heimsókn :( Mjög trist
3. FINNST ÞÉR ÞÚ SKRIFA VEL ? Það get ég nú ekki sagt!
4. HVAÐA KJÖT FINNST ÞÉR BEST? íslenskt lambakjöt. . . . . . hrátt, hangið og reykt, soðið, súrsað. . . . . bara íslenskt lambakjöt.
5. ÁTTU BÖRN ? EF JÁ HVE MÖRG ? Tvo ljómandi vel heppnaða drengi :)
6. EF ÞÚ VÆRIR EINHVER ANNAR EN ÞÚ ERT,VÆRIRÐU VINUR ÞINN ? Já mér finnst það líklegt
7. NOTARÐU KALDHÆÐNI MIKIÐ ? Já ég held það .
8. FÆRIRÐU Í TEYGJUSTÖKK ? Nei! Ekki fyrir mitt litla líf !
9. HVAÐA MORGUNMATUR ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ? Fjölbreyttur morgunverður sem ég þarf ekki að framreiða sjálf :)
10. REIMARÐU FRÁ ÞEGAR ÞÚ FERÐ ÚR SKÓNUM ? nei yfirleitt bara þegar ég fer í þá aftur
11. TELURÐU ÞIG ANDLEGA STERKA ? Já já nokkuð svo . . . . ég hef að minnsta kosti komist í gegnum lífið nokkuð heil ennþá
.
12. HVERNIG ÍS ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ? það er ekki vafamál að það er gamalsdags ísinn í ísbúðinni á Hagamelnum í Reykjavík. . . . . og ég er sko ekki ein um þá skoðun :)
13. HVAÐ ER ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ TEKUR EFTIR Í FARI FÓLKS ? Útlitið og hvernig fólk ber sig.
14. RAUÐUR EÐA BLEIKUR VARALITUR ? Allt frá rauðu og út í brúnt. . . . . bleikur klæðir mig engan vegin :)
15. HVAÐ MISLÍKAR ÞÉR MEST VIÐ SJÁLFAN ÞIG ? Ég er ekki nógu öguð.
16. HVAÐA MANNESKJU SAKNAR ÞÚ MEST ? Sona minna ekki spurning og "tengdadæturnar" koma fast á hæla þeirra. .. .. . . .
17. VILTU AÐ ALLIR SEM LESA ÞETTA SVARI ÞESSUM LISTA ? Já það væri gaman .
18. HVAÐA LIT AF BUXUM OG SKÓM ERTU Í NÚNA ? Ég er í svörtum stuttbuxum og bara á táslunum, mér finnst voða gott að láta lofta svolítið um tærnar :) .
19. HVAÐ VAR ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ BORÐAÐIR ? Pasta með tilheyrandi
20. Á HVAÐ ERTU AÐ HLUSTA NÚNA ? Gracias a la vida með Joan Baez og Mercedes Sosa
21. EF ÞÚ VÆRIR LITUR, HVAÐA LITUR VÆRIR ÞÚ ? Það held ég að færi nokkuð eftri í hvaða skapi ég væri.
22. HVAÐA LYKT FINNST ÞÉR BEST ? Flest öllu sem er að vakna til lífsins, ungabörn og bara af vorinu. Og svo þykir mér ilmvatnið Obsession afar gott :)
23. VIÐ HVERN TALAÐIRÐU SÍÐAST Í SÍMA ? Hana Ljúfu mína :)
24. LÍKAR ÞÉR VEL VIÐ ÞÁ MANNESKJU SEM SENDI ÞÉR ÞESSAR SPURNINGAR ? Ég stal þeim frá Hullu og mér líkar ákaflega vel við hana :)
25. UPPÁHALDSÍÞRÓTT SEM ÞÚ HORFIR Á ? Handbolti ég get alveg misst mig yfir honum.
26. ÞINN HÁRALITUR ? Hinn alíslenski sauðalitur sem er reyndar farinn að blandast mikið með alveg náttúrlegum ljósum strípum :)
27. AUGNLITUR ÞINN ? Gráblár.
28. NOTARÐU LINSUR ? Nei, hef nánast fullkomna sjón :)
29. UPPÁHALDSMATUR ? Allt milli himins og jarðar.
30. HVORT LÍKAR ÞÉR BETUR, HRYLLINGSMYND EÐA GÓÐUR ENDIR? Allt er gott sem endar vel !
31. SÍÐASTA BÍÓMYND SEM ÞÚ SÁST Í BÍÓ ? 10.000 B.C.
32. KNÚS OG KOSSAR EÐA LENGRA Á FYRSTA DEITI ? Það er svo langt síðan ég hef upplifað slíkt að ég man ekki einu sinni hvernig það er hí hí
33. UPPÁHALDS EFTIRRÉTTUR ? Dettur bara í hug ísinn á Hagmelnum
34. HVER ER LÍKLEGASTUR TIL AÐ SVARA ÞESSU OG BIRTA ? Úff ekki hugmynd
35. HVER ER ÓLÍKLEGASTUR ? Synir mínir
36. HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA ? Síðasta bók sem ég las var Harðskafi eftir Arnald Indriðason og þótti hún bara nokkuð góð
37. HVAÐA MYND ER Á MÚSAMOTTUNNI ÞINNI ? Á enga slíka
38. Á HVAÐ HORFÐIRÐU Í SJÓNVARPINU Í GÆR ? Þátt um leikkonurnar í Sex and the city
39. ROLLING STONES EÐA BÍTLARNIR ? Ég er nú ekki viss ?
40. HVAÐ ER ÞAÐ LENGSTA SEM ÞÚ HEFUR FARIÐ FRÁ ÍSLANDI ? Ég hald að það hljóti að vera Ameríka, bjó þar þegar ég var stelpa
41. HVERJIR ERU ÞÍNIR HELSTU EIGINLEIKAR ? Afbragðs vinnukraftur
42. HVAR FÆDDISTU ? Fæðingarheimilinnu við Eiríksgötu.
43. SVÖR FRÁ HVERJUM ERTU SPENNTUST/SPENNTASTUR AÐ FÁ SJÁ ? Ég er spenntust að sjá hvort nokkur svari þessu :)
Um bloggið
Þóra Björk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við eigum allavega ísinn, lambið, hárið og nýtt líf lykt sameiginlegt. Geri aðrir betur.
En ég sá eitt rangt svar. Þú skrifar gegt vel.
Luv
Elísabet Sigurðardóttir, 11.6.2008 kl. 22:41
Ég er sko þessi Ljúfa sem hún talaði síðast við
Hulla Dan, 12.6.2008 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.