Minningarbrot !

     Þegar ég var á leið heim úr vinnu í kvöld, hlustandi á útvarpið á hárri stillingu, kom lagið "sweet dreams" með Eurythmics, sem ég hef ekki heyrt voða lengi og það rifjaðist upp fyrir mér sumarið þegar ég var 14 ára.

    Ég réði mig til vinnu hjá fólki, Sillu og Steina, sem bjó á Grenivík, hafði verið þar sumarið áður líka, við að passa börnin þeirra tvö Sigga Baldur og Þóru Guðrúnu og vinna í fiskvinnslunni þeirra örlítið líka. Þau áttu sem sagt bát og gerðu að aflanum sjálf, alla vega að hluta til.

  Þetta sumar þegar ég var fjórtán ára fórum við til Bakkafjarðar og vorum þar lungann úr sumrinu, ég sem sagt með til að passa börnin svo þau gætu sinnt útgerðinni.  Það voru tvær fjölskyldur sem áttu þetta allt í sameiningu og voru allir fjölskyldu meðlimir með í þessu ævintýri.

    En á Bakkafirði kynntist ég fullt af krökkum sem ég eyddi frítímanum með, nokkur þeirra hélt ég sambandi við í einhvern tíma á eftir en hef ekki heyrt í neinu þeirra í mörg ár. Ég var aldrei kölluð annað en Sísí af þeim öllum, sem á auðvitað ekkert skilt við mitt nafn en ég hélt svo mikið upp á lagið Sísí fríkar með Grýlunum út að þetta festist við mig þar.

    Ég varð ógurlega skotin í strák sem bjó þarna og heitir Gunnar, man ekki lengur hvernig hann leit út, en hann átti skellinöðru, sem þótti hrikalega stór og kraftmikill gripur hjá okkur unglingunum Cool og það var auðvitað ekkert flottara en að fá að fara í smá ferð með honum á tryllitækinu, þó ekki væri nema hring um þorpið Joyful 

    Mér hefur ekki verið hugsað til allra þessara "krakka" í svo langan tíma en svo rifjaðist æði margt upp fyrir mér bara við að heyra þetta lag, sem var eitt það vinsælasta þetta sumar.

    

    Vona að þig eigið góðan dag Wink

 

   


17. júní !

    Já það kemur upp í mann þjóðarrembingur (svolítill að minnsta kosti ) þegar þjóðhátíðardagur okkar íslendinga rennur upp, og ekki finnst mér leiðinlegt að vera hér í landi á þessum degi og fagna því að við hrifsuðum til okkar sjálfstæði frá einmitt DÖNUM fyrir 74 árum síðan W00t

   Undarlegt þykir mér hins vegar hvað það virðast margir danir ennþá halda að við séum á þeirra "framfæri" eins og ég hef heyrt þá orða það LoL  Ég hef nokkrum sinnum lent í rökræðum um þetta mál þegar kemur að því hversu mikla peninga allir íslendingar virðast hafa á milli handanna og svo ekki sé nú minnst á að við erum að KAUPA UPP danmörku, þá eru nú ansi margir sem koma með þetta:  

     Já það er nú ekkert skrítið að þið (íslendingar ) getið þetta með öllum þeim peningum sem við (danir) dælum í ykkur með styrkjum !?!?!?!  þeir halda sem sagt ( sumir hverjir ) að við séum ennþá undir danska kónginn sett og þyggjum endalaust af styrkjum úr þeirra vasa, og ég á meira að segja stundum erfitt með að sannfæra þá um annað Grin

  

     Til hamingju allir íslendingar nær og fjær með daginn okkar  Kissing Heart


Það er leikur að læra . . . . . . .

 

     Það er alltaf jafn gaman að læra eitthvað nýtt. Ég var að byrja á lyftaranámskeiði í dag og gekk dagurinn bara nokkuð vel Tounge   enda reyndi nú svo sem ekki mikið á "hæfileika" manns í dag, aðeins að læra á hvernig þessi tæki virka en á morgun á að taka á því, þá byrjum við að keyra bretti full af alls kyns góssi, stóru og smáu. Þessi tryllitæki geta lyft ansi hátt og þarf maður að hitta rétt undir brettin svo maður ryðji þeim nú  ekki niður yfir sig og aðra ásamt öllu tilheyrandi. Pinch  Það væri nú alveg eftir hrakfallabálkinum mér að gera eitthvað slíkt hí hí

    Annars er ég nú ekki hvað allra sáttust við veður guðina hér í landa akkúrat þessa stundina, verð að viðurkenna að ég bað sérstakelga eftir rigningu og er það ekki hún sem ég er að kveina yfir, heldur að hitastigið hafi fallið um 10 - 15 gráður í leiðinni Angry. Þetta þýðir auðvitað það að hér eru allir að drepast úr kulda þó svo hitinn sé ennþá yfir 10 gráðunum. Ég var búin að stilla gasfýringuna á sumastillingu, sem þýðir að hún hitar eingöngu vatn til notukunar s.s. sturtu og í elhúsi en ekkert í ofnana, ég neyddist hins vegar til að setja aftur á vetrarstillinguna í dag, ég hreinlega fraus nánast þegar ég kom hér inn í húsið eftir "skólann"

     Vona að ykkur sé hlýrra en mér

   Hafið góðan dag og sæl að sinni Joyful

   


Stal þessu frá Hullu !

1.   ERTU SKÍRÐ/UR Í HÖFUÐIÐ Á EINHVERJUM ?   Ekki svo ég viti.

2. HVENÆR FÓRSTU SÍÐAST AÐ GRÁTA ?  Þegar sonur minn og tengdadóttir fóru heim til Íslands eftir síðustu heimsókn :(    Mjög trist
 
3. FINNST ÞÉR ÞÚ SKRIFA VEL ? Það get ég nú ekki sagt! 

4. HVAÐA KJÖT FINNST ÞÉR BEST?  íslenskt lambakjöt. . . . . .  hrátt, hangið og reykt, soðið, súrsað. . . . .  bara íslenskt lambakjöt.

5. ÁTTU BÖRN ? EF JÁ HVE MÖRG ?  Tvo ljómandi vel heppnaða drengi :)

6. EF ÞÚ VÆRIR EINHVER ANNAR EN ÞÚ ERT,VÆRIRÐU VINUR ÞINN ?  Já mér finnst það líklegt

7. NOTARÐU KALDHÆÐNI MIKIÐ ? Já ég held það .
 
8. FÆRIRÐU Í TEYGJUSTÖKK ? Nei! Ekki fyrir mitt litla líf ! 

9. HVAÐA MORGUNMATUR ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ? Fjölbreyttur morgunverður sem ég þarf ekki að framreiða sjálf :)

10. REIMARÐU FRÁ ÞEGAR ÞÚ FERÐ ÚR SKÓNUM ?   nei yfirleitt bara þegar ég fer í þá aftur

11. TELURÐU ÞIG ANDLEGA STERKA ?  Já já nokkuð svo . . . . ég hef að minnsta kosti komist í gegnum lífið nokkuð heil ennþá
.

12. HVERNIG ÍS ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ?       það er ekki vafamál að það er gamalsdags ísinn í ísbúðinni á Hagamelnum í Reykjavík. . . . . og ég er sko ekki ein um þá skoðun :)

13. HVAÐ ER ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ TEKUR EFTIR Í FARI FÓLKS ?  Útlitið og hvernig fólk ber sig.

14. RAUÐUR EÐA BLEIKUR VARALITUR ? Allt frá rauðu og út í brúnt. . . . . bleikur klæðir mig engan vegin :)

15. HVAÐ MISLÍKAR ÞÉR MEST VIÐ SJÁLFAN ÞIG ?  Ég er ekki nógu öguð.
 
16. HVAÐA MANNESKJU SAKNAR ÞÚ MEST ?  Sona minna ekki spurning og "tengdadæturnar" koma fast á hæla þeirra. .. .. . . . 
 
17. VILTU AÐ ALLIR SEM LESA ÞETTA SVARI ÞESSUM LISTA ? Já það væri gaman .

18. HVAÐA LIT AF BUXUM OG SKÓM ERTU Í NÚNA ? Ég er í svörtum stuttbuxum og bara á táslunum, mér finnst voða gott að láta lofta svolítið um tærnar :) . 


19. HVAÐ VAR ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ BORÐAÐIR ?  Pasta með tilheyrandi

20. Á HVAÐ ERTU AÐ HLUSTA NÚNA ?  Gracias a la vida   með Joan Baez og Mercedes Sosa
 
 21. EF ÞÚ VÆRIR LITUR, HVAÐA LITUR VÆRIR ÞÚ ? Það held ég að færi nokkuð eftri í hvaða skapi ég væri.
 
22. HVAÐA LYKT FINNST ÞÉR BEST ?  Flest öllu sem er að vakna til lífsins, ungabörn og bara af vorinu. Og svo þykir mér ilmvatnið Obsession afar gott :)
 
23. VIÐ HVERN TALAÐIRÐU SÍÐAST Í SÍMA ?  Hana Ljúfu mína :) 
 
 24. LÍKAR ÞÉR VEL VIÐ ÞÁ MANNESKJU SEM SENDI ÞÉR ÞESSAR SPURNINGAR ?  Ég stal þeim frá Hullu og mér líkar ákaflega vel við hana :) Smile
 
25. UPPÁHALDSÍÞRÓTT SEM ÞÚ HORFIR Á ? Handbolti ég get alveg misst mig yfir honum.
 
26. ÞINN HÁRALITUR ?  Hinn alíslenski sauðalitur sem er reyndar farinn að blandast mikið með alveg náttúrlegum ljósum strípum :)
 
27. AUGNLITUR ÞINN ?  Gráblár.
 
 28. NOTARÐU LINSUR ? Nei, hef nánast fullkomna sjón :)
 
 29. UPPÁHALDSMATUR ?  Allt milli himins og jarðar.

30. HVORT LÍKAR ÞÉR BETUR, HRYLLINGSMYND EÐA GÓÐUR ENDIR? Allt er gott sem endar vel !

31. SÍÐASTA BÍÓMYND SEM ÞÚ SÁST Í BÍÓ ?  10.000 B.C.

32. KNÚS OG KOSSAR EÐA LENGRA Á FYRSTA DEITI ?  Það er svo langt síðan ég hef upplifað slíkt að ég man ekki einu sinni hvernig það er hí hí Whistling
 
33. UPPÁHALDS EFTIRRÉTTUR ? Dettur bara í hug ísinn á Hagmelnum

34. HVER ER LÍKLEGASTUR TIL AÐ SVARA ÞESSU OG BIRTA ? Úff ekki hugmynd

35. HVER ER ÓLÍKLEGASTUR ?  Synir mínir Tounge


36. HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA ?  Síðasta bók sem ég las var Harðskafi eftir Arnald Indriðason og þótti hún bara nokkuð góð
 
37. HVAÐA MYND ER Á MÚSAMOTTUNNI ÞINNI ?  Á enga slíka 
 
38. Á HVAÐ HORFÐIRÐU Í SJÓNVARPINU Í GÆR ? Þátt um leikkonurnar í Sex and the city

 39. ROLLING STONES EÐA BÍTLARNIR ? Ég er nú ekki viss ?
 
 40. HVAÐ ER ÞAÐ LENGSTA SEM ÞÚ HEFUR FARIÐ FRÁ ÍSLANDI ? Ég hald að það hljóti að vera Ameríka, bjó þar þegar ég var stelpa

41. HVERJIR ERU ÞÍNIR HELSTU EIGINLEIKAR ? Afbragðs vinnukraftur
 

42. HVAR FÆDDISTU ? Fæðingarheimilinnu við Eiríksgötu.

43. SVÖR FRÁ HVERJUM ERTU SPENNTUST/SPENNTASTUR AÐ FÁ SJÁ ? Ég er spenntust að sjá hvort nokkur svari þessu :)


Daður !

 

     Ég var að diskútera daður með sýni mínum og hversu gaman það er að daðra svolítið, það er nú ekki laust við að það gefi manni svolítið púst á sjálfstraustið og manni líður voða vel eftir vel heppnað daður hehehe  . . . .  en ég ætla nú að taka það fram að um er ræða saklaust daður sem verður aldrei neitt meira en bara það.

   Mér sjálfri finnst daður nauðsynlegur þáttur í hinu daglega lífi ef þetta er allt innan skynsamlegra marka, en hvar liggja þá mörkin . . . . .  hvernær er daður bara daður og hvernær er það komið út að kallast"viðreynsla" fer þetta bara eftri hverjum einstaklingi fyrir sig eða eru kannski "opinber" mörk þar á ???

 


Upprifjun !

 

     Mikið finnst mér alltaf gaman að rifja upp minningar frá mínum unglings árum, ég hlustaði alla tíð mikið á tónlist og er það því algjör gullkista að hafa uppgötvað youtube  þar getur maður fundið flest allt það sem maður hafði áhuga á og ég er bara ekki frá því að tónlist á þeim árum hafi á einhvern hátt verið betri en hún er í dag. Svo er auðvitað líka sá möguleiki fyrir hendi að ég sé hreinlega föst í fortíðinni híhí.

   Nei ég held að það sé svolítið líkt með tónlist og ást . . . . .   er ekki sagt að fyrsta ástin eigi sér sérstakan stað í hjarta manns InLove

 

   Ég fór í ferðalag til Þýskalands í maí ( segi ykkur frá því bráðlega ) og ég verða að segja að þjóðverjar eru fastir í tísku og tónlist frá níunda áratugnum, ég er nú ekki sérlega hrifin af tískunni frá þeim tíma en tónlistin hentar mínu skapferli hins vegar ákaflega vel Cool

 

   Jæja nú ætla ég að hætta þessu bulli og koma mér í ból enda klukkan að nálgast hálf þrjú að nóttu til Gasp Sleeping 

   Góða nótt og vonandi sofið þið vært

 

   Sæl að sinni Þóra Björk


Ég lét sannfærast !

 

  Já ég var á spjallinu við hana Hullu og hún sannfærði mig um að flytja mig um set og gerast "vinur" hennar hérna.

  Ég get nú ekki státað af neinum stór afrekum hér í bloggheimum en mér hefur þó tekist öðru hvoru að sjóða saman nógu til að hægt sé að kalla færslu, það er þó aldrei að vita nema ég láti verða til þess að ég fari nú að blogga fyrir alvöru en ég lofa þó engu :)

  Vona að ég komi hér inn sem allra fyrst aftur til að setja saman svo sem eins og eina sögu eða tvær :)

 

   Sæl að sinni Þóra Björk :)


« Fyrri síða

Um bloggið

Þóra Björk

Höfundur

Þóra Björk Magnús
Þóra Björk Magnús
Lítill útlendingur í Danaveldi :)
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...img_0322
  • 46eda39456c07[1]
  • 46eda3955b606[1]
  • 46eda3930fb89[1]
  • 46f94294935b7[1]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 243

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband